Nú er fyrsta degi lokið í landsmeistáramótinu, en leiknir voru 8 leikir í stuttri olíu. Sigfríður er i 17. sæti með 1484 alls, eða 185,5 í meðaltal. Efst í kvennaflokki er Therese Forsell frá Svíþjóð með 1559 eða 194.9 í meðaltal. Hjá körlunum er norðmaðurinn Mads Sandbækken efstur með heil 1957, eða 244,6 í meðaltal. Magnús er í 18.sæti með samtals 1559 , eða 194,9 í meðaltal. Keppni heldur áfram á morgun í langri olíu, en á föstudaginn verður leikið í blandaðri, þ.e. langt og stutt til skiptis. Sjá heimasíðu mótsins:
Dregið í bikar 16 liða, leikið 08.12.2024 kl. 09:00
Dregið var í gærkvöldi í 16 liða úrslit í bikar.