Þeir félagar Robert Andersson og Martin Larsen settu nú fyrir skemmstu Evrópumet í 6 leikjum tvímennings, þegar þeir spiluðu 2.818, eða 234,8 að meðaltali. Þeir eru efstir eftir forkeppnina, en hinir þrír tvímenningarniar sem fara í undanúrslit eru Tobias Gaebler og Achim Grabowski frá Þýskalandi, Thomas Gross og Thomas Tybl frá Austurríki og danirnir Jesper Agerbo og Bo Winther Pedersen. Í undanúrslitum leikur 1. sæti við 4. sæti og það 2. við 3., og sigurvegarar þeirra viðureignar leika síðan um titilinn.
Róbert Dan og Björn spiluðu aðeins lægra í dag en í gær, eða 2.177. Skor má sjá hér að neðan.
Ísland 3 | |||||||
Fyrri umferð – stutt olía | |||||||
Róbert Dan Sigurðsson | 199 | 158 | 178 | 182 | 148 | 176 | 1.041 |
Björn G. Sigurðsson | 199 | 202 | 160 | 194 | 202 | 210 | 1.167 |
Samtals | 398 | 360 | 338 | 376 | 350 | 386 | 2.208 |
Síðari umferð – löng olía | |||||||
Róbert Dan Sigurðsson | 177 | 155 | 154 | 159 | 186 | 205 | 1.036 |
Björn G. Sigurðsson | 147 | 215 | 205 | 214 | 168 | 192 | 1.141 |
Samtals | 324 | 370 | 359 | 373 | 354 | 397 | 2.177 |
Fyrri umferð | 2.208 | 184,0 | 12 | ||||
Síðari umferð | 2.177 | 181,4 | 12 | ||||
Samtals | 4.385 | 182,7 |