Þeir Hafþór og Árni Geir luku nú fyrir stundu keppni í tvímenningskeppninni, en þeim gekk mun betur í löngu olíunni en þeirri stuttu í gær. Þeir léku í dag á 199,5 meðaltali, Hafþór með 1.263 og Árni Geir 1.131.
Austurríkismennirnir, sem léku best í hóp 1 í gær, endurtóku leikinn nú dag og spiluðu 2.719 eða 226,6 að meðaltali, sem er besta sería tvímennings enn sem komið er. Þeir eru samanlagt með 5.280, eða 220 að meðaltali, sem dugir þeim þó ekki nema í 4. sætið að svo stöddu.
Úrslit eru farin að koma fyrr enn á vef mótsins, en við sendum nú leiki okkar manna um leið og þeim lýkur.
Ísland 1 | |||||||
Fyrri umferð – stutt olía | |||||||
Hafþór Harðarson | 190 | 158 | 134 | 172 | 125 | 133 | 912 |
Árni Geir Ómarsson | 223 | 142 | 168 | 179 | 130 | 201 | 1.043 |
Samtals | 413 | 300 | 302 | 351 | 255 | 334 | 1.955 |
Síðari umferð – löng olía | |||||||
Hafþór Harðarson | 205 | 236 | 201 | 194 | 213 | 214 | 1.263 |
Árni Geir Ómarsson | 179 | 189 | 197 | 214 | 198 | 154 | 1.131 |
Samtals | 384 | 425 | 398 | 408 | 411 | 368 | 2.394 |
Fyrri umferð | 1.955 | 162,9 | 12 | ||||
Síðari umferð | 2.394 | 199,5 | 12 | ||||
Samtals | 4.349 | 181,2 |