Þeir Arnar Sæbergsson og Árni Geir Ómarsson úr ÍR leiða á Íslandsmótinu í tvímenningi eftir að keppni í tvímenningi er lokið, með 69 pinna forystu, en þeir léku í 8 leikjum 3.673 eða 229,6 að meðaltali. Næstir á eftir þeim koma Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR, og þar næst Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR og Björn G. Sigurðsson úr KR.
Eftir forkeppni voru þeir Stefán Claessen og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR efstir, en þeir gáfu aðeins eftir í milliriðlinum. Þá voru þeir Andrés Páll Júlíusson og Magnús Magnússon í öðru sæti, en Andrés særðist illa á þumli í fyrsta leik milliriðilsins og neyddist til að leika með aðeins tveimur fingrum.
Keppni heldur áfram kl. 19:00 í kvöld, þegar 6 efstu eftir milliriðil leika einfalda umferð, allir við alla. Að þeim loknum leika tveir efstu tvímenningarnir til úrslita.