KFR-Lærlingar og KFR-Valkyrjur Íslandsmeistarar

Facebook
Twitter

KFR-Lærlingar og KFR-Valkyrjur, Íslandsmeistarar liða 2007Eftir æsispennandi úrslitaviðureign á miðvikudagskvöld voru það KFR-Lærlingar sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í liðakeppni karla, í þriðju viðureign gegn liði KR-A.  Að loknm tveimur viðureignum voru liðin jöfn að stigum með 20 stig hvort, en KR-A voru þó með 350 pinnum hærra skor.

Enn var svo jafnt að stigum að loknum tveimur leikjum á miðvikudagskvöld, 26-26, KR-A með 42ja pinna forskot í heildina og 8 stig eftir í pottinum.  Þegar kom að 10. rammanum leit allt út fyrir að KR-ingar myndu landa titlinum, en í síðasta skoti sínu náði Freyr fellu og jafnaði þannig leik Andrés mótherja síns, og næstu tveir í röðum KFR-Lærlinga náðu einnig að siga fram úr sínum mótherjum og næla sér þannig í tvö stig til viðbótar.  Niðurstaðan varð að þeir voru þegar upp var staðið 28 pinnum hærri í leiknum en KR-A og nældu þér þannig í tvö dýrmæt stig til viðbótar, þótt KR-A hafi verið 14 pinnum hærri í heildina.  Lokaniðurstaðan í viðureigninni því 10,5 stig gegn 9,5 stigum KR-A og því 30,5 gegn 29,5 útúr öllum þremur úrslitaviðureignunum, en hefði orðið jafnt að stigum hefðu það verið KR-A sem hefðu sigrað, þar sem þeir voru með mun hærra heildarskor.

Í kvennaflokki höfðu KFR-Valkyrjur mikla yfirburði gegn ÍR-TT, og leiddu með 30 stigum gegn 10 eftir 2 viðureignir og þurftu því aðeins hálft stig til að tryggja sér sigurinn.  Þær gerðu gott betur á miðvikudag, en þær hafa verið á mikilli siglingu undanfarnar viku.  Bættu þær nýleg Íslandsmet sín í tveimur og þremur leikjum, 1.773 og 2.614

KFR-Lærlingar: Freyr Bragason, Bjarni Páll Jakobsson, Hafþór Harðarson, Jón Ingi Ragnarsson og Jón Helgi Bragason

KFR-Valkyrjur: Sigfríður Sigurðardóttir, Dagný Edda Þórisdóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Theódóra Ólafsdóttir, Bára Ágústsdóttir, S. Unnur Vilhjálmsdóttir.

Aftari röð: KFR-Lærlingar: Freyr Bragason, Bjarni Páll Jakobsson, Hafþór Harðarson, Jón Ingi Ragnarsson og Jón Helgi Bragason, fremri röð: KFR-Valkyrjur: Sigfríður Sigurðardóttir, Dagný Edda Þórisdóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir, Theódóra Ólafsdóttir, Bára Ágústsdóttir, S. Unnur Vilhjálmsdóttir.

Nýjustu fréttirnar