KFR liðin Valkyrjur og Lærlingar tryggðu sér Deildarmeistaratitlana á Íslandsmóti liða í þegar síðasta umferðin fór fram í vikunni. En úrslitakeppni hefst laugardaginn 28. apríl.
ÍR-TT varð í 2. sæti í kvennadeildinni, KFR-Afturgöngurnar í 3. sæti og KFR-Skutlurnar í 4. sæti þannig að þessi fjögur lið keppa til úrslita .
KR-A varð í 2. sæti í 1. deild karla, ÍR-PLS varð í 3. sæti og ÍR-A í 4. sæti og þessi fjögur liða munu því keppa til úrslita. KFR-Þröstur og ÍR-P enduðu í tveimur neðstu sætum deildarinnar og keppa því niður í 2. deild á næsta keppnistímabili.
KFK-Keiluvinir sigruðu hins vegar keppnina í 2. deild karla og tryggðu sér að nýju sæti í 1. deild og það gerðu einnig Skagamennirnir í KFA-ÍA sem enduðu í 2. sæti eftir harða baráttu við Keiluvinir, og lið KR-C varð í 3. sæti.
Undanúrslit í Íslandsmóti liða fara fram laugardaginn 28. apríl og sunnudaginn 29. apríl og hefjast kl. 9:00. Úrslitin fara síðan fram mánudaginn 7. maí, þriðjudaginn 8. maí og miðvikudaginn 9. maí kl. 19:00. Í fyrstu umferð mætast kvennaliðin KFR-Valkyrjur og KFR-Skutlurnar, ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar og karlaliðin KFR-Lærlingar og ÍR-A, KR-A og ÍR-PLS.
Fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppnin. Þar mætast í undanúrslitum liðin í 1. og 4. sæti og liðin í 2. og 3. sæti og spila tvær viðureignir þar sem keppt er um stig. Sigurvegararnir úr þessum viðureignum skulu leika þrjár viðureignir þar sem keppt er um stig og hlýtur sigurvegarinn Íslandsmeistaratitlilinn. Liðin sem tapa í undanúrslitum leika eina viðureign í keppni um 3. sætið. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða.