Fréttir frá Thessaloniki

Facebook
Twitter

Í gær hófst keppni á Evrópumóti unglinga í Thessaloniki þegar leikinn var tvímenningur stúlkna.  Þær Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Karen Rut Sigurðardóttir léku saman og var spilamennskan ágæt, Magna Ýr með 1.100 og Karen Rut 1.066, samtals 2.166 eða 180,5 að meðaltali og skilaði það þeim 30. sæti.

Tvímenningskeppni pilta fer fram í dag, en fjórir ráshópar leika.  Í þeim fyrsta í morgun léku Jón Ingi Ragnarsson og Hafliði Örn Ólafsson og spilaðu þeir samtals 2.130.  Öllu betur gekk hjá þeim Bjarna Páli Jakobssyni og Andra Má Ólafssyni en þeir spiluðu 2.286 eða 190,5 að meðaltali.  Skúli Freyr Sigurðsson mun svo leika með fjórða riðlinum sem hefst kl. 21:00 að staðartíma eða 19:00 að íslenskum tíma.

Nýjustu fréttirnar