Sjóvá mótið – 8 manna úrslitum kvenna lokið

Facebook
Twitter

Í vikunni hélt áfram keppni í bikarkeppni einstaklinga, Sjóvá mótinu 2007 og er 8 manna úrslitum kvenna nú lokið.

Undanúrslit og úrslit í báðum flokkum fara síðan fram sunnudaginn 1. apríl og hefst keppni kl. 9:00.

Í undanúrslitum kvenna spila Sirrý Hrönn Haraldsdóttir KFK, Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR. Stefán Claessen ÍR og Magnús Reynisson KR hafa einnig tryggt sér sæti í undanúrslitum karla. 8 manna úrslitum karla lýkur á morgun, laugardaginn 31. mars kl. 11:00 og verður dregið í undanúrslit strax að loknum leikjunum.

Úrslit leikja í 8 manna úrslitum voru eftirfarandi:
Karen Rut Sigurðardóttir 541 – Sirrý Hrönn Haraldsdóttir 631
Dagný Edda Þórisdóttir 562 – Sigríður Klemensdóttir 449
Sigurlaug Jakobsdóttir 571 – Sigfríður Sigurðardóttir 583
Helga Sigurðardóttir 530 – Linda Hrönn Magnúsdóttir 561
Stefán Claessen 625 – Halldór Ragnar Halldórsson 588
Magnús Reynisson 656 – Valgeir Guðbjartsson 568

Í 8 manna úrslitum karla er eftirfarandi leikjum ólokið:
Jón Ingi Ragnarsson – Hafþór Harðarson
Árni Geir Ómarsson – Andri Már Ólafsson

Nýjustu fréttirnar