Íslandsmót liða 2006 – 2007

Facebook
Twitter

Í vikunni fór fram 18. umferð í 1. deild kvenna og 15. umferð í 1. og 2. deild karla á Íslandsmóti liða 2006 – 2007 og nú þegar þremur umferðum er ólokið eru línur farnar að skýrast, bæði í topp- og fallbaráttunni.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að KFR-Valkyrjur tryggi sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna fjórða árið í röð, en þær eru nú í efsta sæti með 263 stig að loknum 16 leikjum, en sitja hjá í næstu umferð. ÍR-TT er í 2. sæti með 220 stig, KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 217,5 stig og einn leik til góða og KFR-Skutlurnar eru í 4. sæti með 135 stig, en öll þessi lið hafa spilað 15 leiki. Telja má víst að þessi fjögur lið leiki til úrslita deildarinnar í vor, þar sem ÍR-BK er nú með 108 stig í 5. sæti að loknum 15 leikjum og litlar líkur á því að þær nái KFR-Skutlunum að stigum.

Í 18. umferð deildarinnar mættust toppliðin ÍR-TT og KFR-Valkyrjur í spennandi leik. ÍR-TT vann fyrsta leikinn 5 – 1 með 741 gegn 722. KFR-Valkyrjur, sem mættu til leiks með öflugan stuðningsmannahóp, sneru síðan blaðinu við og unnu annan leikinn 5 – 1 með 830 gegn 751. Síðasti leikurinn var barátta til síðasta manns og lauk með sigri KFR-Valkyrja 5 – 1, 722 – 711 og í heildina 13 – 7 með 2.274 gegn 2.198. Dagný Edda Þórisdóttir 612 og  Theódóra Ólafsdóttir 597spiluðu best hjá KFR-Valkyrjum og Sigríður Klemensdóttir 590 og Sigulaug Jakobsdóttir 566 hjá ÍR-TT. Sigur KFR-Afturganganna á KFR-Skutlunum var hins vegar öruggur þegar þær sigruðu 18 – 2 með 2.164 gegn 1.768. Ragna Matthíasdóttir 617 og Jóna Gunnarsdóttir 540 spiluðu best hjá KFR-Afturgöngunum og Karen Lynn Thorsteinsson 498 hjá KFR-Skutlunum. Viðureign ÍR liðanna ÍR-BK og ÍR-KK lauk með sigri ÍR-BK 15 – 5 með 1.888 gegn 1.613. Karen Rut Sigurðardóttir 555 og Ástrós Pétursdóttir 495 spiluðu best hjá ÍR-BK en Anna Sigríður Magnúsdóttir var með hæstu seríu ÍR-KK 418.

Í 1. deild karla eru KFR-Lærlingar efstir í deildinni með 216 stig þrátt fyrir tap 8,5 – 11,5 fyrir KR-B í síðustu umferð og virðast vera komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn. ÍR-PLS er í 2. sæti með 188,5 stig en þeir töpuðu fyrir ÍR-A 7 – 13 í síðustu umferð. KR-A kemur er í 3. sæti deildarinnar með 181,5 stig, en úrslit vantar úr leikjum á móti ÍR-L og KFR-Þröstum. Keppnin um fjórða sætið og síðasta sætið í úrslitakeppni deildarinnar er æsispennandi þar sem ÍR-A er í 4. sæti með 173 stig, ÍR-KLS er í 5. sæti með 171,5 stig og KR-B er í 6. sæti með 170 stig. Lið ÍR-P er hins vegar örugglega fallið í 2. deild að ári og nú er einungis spurning hvaða lið fylgir þeim niður um deild. KFR-Þröstur er í 9. sæti með 89,5 stig og einn leik til góða, ÍR-L er í 8. sæti með 101 stig og einn leik til góða og KFR-Stormsveitin er í 7. sæti með 111 stig að loknum 15 leikjum. Nokkrar 700 seríur litu dagsins ljós í þessari umferð í 1. deild karla. Stefán Claessen ÍR-KLS spilaði 738, Halldór Ragnar Halldórsson ÍR-PLS spilaði 715 og Stefán Þór Jónsson ÍR-A spilaði 707.

Í 2. deild karla er KFA-ÍA í efsta sæti deildarinnar með 204 stig að loknum 13 leikjum eftir góðan sigur á félögum sínum í KFA-ÍA-B 19 – 1 í síðustu umferð. KFK-Keiluvinir eru í 2. sæti með 190 stig eftir að hafa lagt félaga sína í KFK-Keila.is 17 – 3 á mánudaginn. KFR-JP-kast er í 3. sæti með 178 stig, en þeir sátu hjá. Lið KR-C kemur síðan í 4. sæti með 162 stig, en þeir lögðu ÍR-T 18 – 2 í síðustu umferð. Þessi fjögur lið eru með nokkuð afgerandi forystu í deildinni því næst á eftir þeim kemur ÍR-NAS með 117,5 stig. Bestu spilara umferðarinnar voru Ævar Birgir Olsen KR-C 634, Ólafur Guðmundsson KFK-Keiluvinum 620 og Bjarki Gunnarsson KFK-Keila.is 600.

 

Nýjustu fréttirnar