Sjóvá mótið – 16 manna úrslitum lokið

Facebook
Twitter

Í dag, sunnudaginn 25. mars, lauk 16 manna úrslitum karla í Sjóvá mótinu og einnig fóru fram tveir leikir í 8 manna úrslitum kvenna og einn leikur úr 8 manna úrslitum karla. Núverandi bikarmeistarar einstaklinga þau Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson sigruðu bæði í sínum leikjum í dag og eiga því ennþá möguleika á að verja titla sína.

Úrslit leikja í 16 manna úrslitum voru eftirfarandi:
Arnar Sæbergsson 576 – Andri Már Ólafsson 613
Hafþór Harðarson 719 – Ásgrímur Helgi Einarsson 570
Bjarni Páll Jakobsson 536 – Magnús Reynisson 712
Halldór Ásgeirsson 606 – Jón Ingi Ragnarsson 684

Úrslit leikja í 8 manna úrslitum voru eftirfarandi:
Karen Rut Sigurðardóttir 541 – Sirrý Hrönn Haraldsdóttir 631
Dagný Edda Þórisdóttir 562 – Sigríður Klemensdóttir 449
Stefán Claessen 625 – Halldór Ragnar Halldórsson 588

8 manna úrslitum kvenna lýkur á miðvikudaginn 28. mars, en 8 manna úrslit karla fara fram laugardaginn 31. mars n.k. Undanúrslit og úrslit í báðum flokkum fara síðan fram sunnudaginn 1. apríl.

Í 8 manna úrslitum er eftirfarandi leikjum ólokið:
Helga Sigurðardóttir – Linda Hrönn Magnúsdóttir
Sigurlaug Jakobsdóttir – Sigfríður Sigurðardóttir
Jón Ingi Ragnarsson – Hafþór Harðarson
Magnús Reynisson – Valgeir Guðbjartsson
Árni Geir Ómarsson – Andri Már Ólafsson

 

Nýjustu fréttirnar