Frábær spilamennska í Meistarkeppni ungmenna

Facebook
Twitter

Í gær, laugardaginn 24. mars, fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmta og jafnframt síðasta umferð í Meistarakeppni ungmenna þennan veturinn.  Spilamennskan var mjög góð, og í fimmta leik lék Hafþór Harðarson úr KFR sinn annan 300 leik á ferlinum og setti þar með Íslandsmet í 5 leikjum í karlaflokki, 1.273 eða 254,6 að meðaltali.  Hafþór bætti einnig Íslandsmetið í 6 leikjum, en hann endaði með 1.511 eða 251,8 að meðaltali.  Þess má geta að í byrjun mánaðarins bætti Hafþór þessi met einnig í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga.

Fleiri áttu mjög góðan dag. Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR var með 1.370 í 6 leikjum, Stefán Claessen úr ÍR 1.315, Andri Már Ólafsson úr KFR 1.275 og Hafliði Örn Ólafsson úr ÍR með 1.268.

Sjá niðurstöður úr mótinu

Nýjustu fréttirnar