Fjórða og síðasta umferð Félagakeppni KLÍ fór fram í Keiluhöllinni fimmtudaginn 22 mars. Lið Keilufélags Reykjavíkur KFR bar sigur úr býtum þetta árið með 95,5 stig, eftir harða keppni við Knattspyrnufélag Reykjavíkur KR sem endaði í öðru sæti með 90 stig. Sigurvegararnir frá því í fyrra, Íþróttafélag Reykjavíkur ÍR hafnaði í því þriðja með 79,5 stig, Keilufélagið Keila KFK varð í fjórða sæti með 55 stig og Keilufélag Akraness KFA varð í fimmta sæti með 40 stig. Sjá nánar . Magnús Magnússon KR spilaði best allra keppenda í lokaumferðinni og spilaði m.a. 299 leik.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu