Þriðjudaginn 13. mars s.l. var haldin kynning á skýrslu starfshóps sem menntamálaráðherra skipaði til að fara yfir málefni íþrótta með það að markmiði að móta íþróttastefnu Íslands. Skýrslan, sem ber heitið „Íþróttavæðum Ísland“ var fyrst kynnt fyrir um ári síðan en nú er fyrirhugað að kynna hana á landsvísu og var þetta fyrsti fundurinn í þeirri kynningarferð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði fundinn og tók virkan þátt í umræðum en Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður starfshópsins, stýrði fundinum. Sjá skýrsluna
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu