Fjórða umferð opna hjóna og paramót KFR og Snerils ehf fór fram í Keiluhöllinni á sunnudagskvöldið 11. mars. Að venju var mikil þátttaka í mótinu og að þessu sinni voru það Helga Sigurðardóttir og Ágúst Haraldsson sem fóru með sigur af hólmi með 1.111. Í 2. sæti voru Theódóra Ólafsdóttir og Þórir Ingvarsson með 1.096 og Laufey Sigurðasdóttir og Bjarki Sigurðsson voru í 3. sæti með 1.095. Til tíðinda þótti sæti að Sigfríður Sigurðardóttir og Björn Sigurðsson unnu ekki til verðlauna að þessu sinni, en þau hafa afburða forystu í keppninni. Í 2. sæti eru Theódóra og Þórir og Helga og Ágúst eru í 3. sæti. Staðan í mótinu
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu