Meistarakeppni ungmenna 4. umferð

Facebook
Twitter

Fjórða umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni, laugardaginn 10. mars og tóku 26 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni í 7 flokkum pilta og stúlkna.

Bestu spilamennsku dagsins sýndu þeir Stefán Claessen ÍR 1230, Jón Kristinn Sigurðsson ÍR 1.212 og Jón Ingi Ragnarsson KFR 1.199, en þeir keppa allir í 2. flokki pilta.

 

Fimmta og síðasta umferð vetrarins fer fram í Keiluhöllinni laugardaginn 25. mars og hefst kl. 9:00.

Nýjustu fréttirnar