Eins og áður hefur fram komið var gerður samningur við menntamálaráðherra um framlag til sérsambandanna til ársins 2009. Í ár er framlagið 40 milljónir króna, og hefur hækkað um 10 milljónir frá árinu 2006, á árinu 2008 verður framlagið 60 milljónir króna og á árinu 2009 70 milljónir króna. Keilusamband Íslands fékk að þessu sinni úthlutað 1.150.000 kr fyrir árið 2007, en hlutur KLÍ var 800.000 kr. fyrir árið 2006. Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍFramkvæmdastjórn ÍSÍ fól forseta, varaforseta, gjaldkera og framkvæmdastjóra að koma með tillögur á skiptingu ríkisframlags 2007. Héldu þeir fundi með öllum sérsamböndum ÍSÍ til þess að setja sig vel inn í starf hvers sérsambands fyrir sig, auk þess að fá fram umræður um stöðu viðkomandi sérsambands, áhersluatriði o.s.frv. Ofangreindir aðilar lögðu fram tillögu til framkvæmdastjórnar ÍSÍ að skiptingu ríkisframlagsins fyrir árið 2007 og samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ þá tillögu á fundi sínum í gær. Við skiptingu fjársins var fyrst og fremst horft til þess að auka við styrki þeirra sem minnst hafa fengið, þannig að “gólfið” í styrkveitingunum hækki. Þetta er í samræmi við þau áhersluatriði sem ÍSÍ og forystusveit sérsambanda settu sér í upphafi um að grundvallaráhersluatriði hreyfingarinnar væri að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir einum starfsmanni.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu