Evrópumót karla 2007 – EMC 2007

Facebook
Twitter

Evrópumót karla, European Men Championship 2007, verður haldið í borginni Vín í Austurríki dagana 30. júní til 10. júlí 2007. Vegna undirbúning mótsins valdi landsliðsnefnd KLÍ 8 manna landsliðshóp karla, en af þeim 12 sem rætt var við vegna þátttöku voru 4 aðilar sem ekki gáfu kost á sér af ýmsum ástæðum.  Landsliðshópinn skipa eftirtaldir: Árni Geir Ómarsson, Róbert Dan Sigurðsson, Stefán Claessen og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR, Andrés Páll Júlíusson, Björn Birgisson og Björn Guðgeir Sigurðsson úr KR og Hafþór Harðarson úr KFR. Val hópsins hefur sætt gagnrýni og sá landsliðsnefndin ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.

 

Nýjustu fréttirnar