Catalonian Open – Troufeu Galasa 2007

Facebook
Twitter

Á undanförnum misserum hefur það aukist til muna að íslenskir keilarar leiti út fyrir landsteinana og taki þátt í mótum erlendis og öðlist við það mikilvæga reynslu. Halldór Ragnar Halldórsson ÍR tók um síðustu helgi þátt í V Catalonian Open – Troufeu Galasa 2007 sem er 4. mótið á Evrópsku mótaröðinni í ár. Halldór Ragnar spilaði 1.126 og endaði í 122. sæti af 147 keppendum.

Sigurvegari á mótinu var Svíinn Martin Larsen sem vann Rodrigo Hermes frá Brasilíu í úrslitaleiknum. Heimasíða mótsins

Upplýsingar um mót á Evrópsku mótaröðinni og alþjóðleg mót á vegum álfu- og heimssambanda er að finna á heimasíðu Evrópska keilusambandsins

Nýjustu fréttirnar