Brunswick Aalborg International 2007

Facebook
Twitter

Brunswick Aalborg International 2007 verður haldið í keilusalnum Lövvang Bowling Center í Álaborg í Danmörku um hvítasunnuna, eða nánar tiltekið dagana 21. – 27. maí. 

Mótshaldarar hafa áhyggjur af minni þátttöku þar sem landsliðseinvaldur Svía hefur skipulagt æfingabúðir með landsliðum á sama tíma, en leggja jafnframt áherslu á að á sama tíma aukist líkur annarra keppenda á því að vinna til verðlauna í mótinu.

  • Fréttatilkynning 1
  • Fréttatilkynning 2
  • Nýjustu fréttirnar