Í næstu viku, 4. – 10. mars verður tekið hlé á keppni í Íslandsmóti liða vegna keppni í Íslandsmóti einstaklinga, en keppni í milliriðli fer fram mánudaginn 5. mars og keppni í undanúrslitum fer fram þriðjudaginn 6. mars. Í vikunni fór hins vegar fram 15. umferð í 1. deild kvenna og 13. umferð í 1. og 2. deild karla. Sjá nánar stöðuna í deildunum
Dagskráin fyrir þær umferðir sem eftir eru af Íslandsmóti liða á þessu keppnistímabili hafa nú verið birtar með fyrirvara um breytingar, sjá dagskrá . Jafnframt hafa verið settar niður dagsetningar fyrir úrslitakeppni í 1. deild kvenna og karla er stefnt að því að hún fari fram dagana 28. – 29. apríl og 7. – 9. maí n.k. Sjá einnig undir Dagskrá
Í 15. umferð 1. deildar kvenna sem fór fram í vikunni var það lið ÍR-KK sem kom mest á óvart þegar þær spiluðu sinn hæsta leik 615 og hæstu seríu 1.797, unnu óvænt 5 stig af stöllum sínum í ÍR-TT og sett heldur betur strik í reikninginn í toppbaráttunni. Leikir KFR-Valkyrja og ÍR-BK fór 18 – 2 og leikur KFA-ÍA og KFR-Afturganganna fór 17 – 3 og er staðan því óbreytt á toppi deildarinnar. KFR-Valkyrjur eru efstar með 212,5 stig, ÍR-TT er í 2. sæti með 197 stig, KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 185,5 stig og KFR-Skutlurnar eru í 4. sæti með 106 stig. Sjá nánar
Í 2. deild karla fóru leikir þannig í 13. umferð: KR-C vann KFA-ÍA-B 17 – 3, ÍR-NAS náði 2 stigum á móti KFR-JP-kast. ÍR-Línur tóku 2 stig á móti KFK-Keiluvinum og ÍR-T vann KFK-Keila.is 16 – 4. Staðan getur breyst á toppnum þar sem einum leik er enn ólokið, en er nú þannig að KFR-JP-kast eru efstir með 173 stig, KFA-ÍA er í 2. sæti með 156 stig og leik til góða, KFK-Keiluvinir eru í 3. sæti með 149 stig og leik til góða og KR-C kemur síðan í 4. sæti með 133 stig. Sjá nánar
Í 1. deild karla var tveimur leikjum frestað í 13. umferð, leik KFR-Lærlinga og ÍR-PLS og leik KR-A og KFR-Þrasta. Aðrir leikir fóru þannig: KFR-Stormsveitin tók 6 stig á móti ÍR-KLS, ÍR-L vann 11 gegn félögum sínum í ÍR-P og leik KR-B og ÍR-A lauk 6,5 gegn 13,5. Staðan er því þannig að KFR-Lærlingar eru efstir með 186 stig og leik til góða, KR-A er í 2. sæti með 165,5 stig og leik til góða, ÍR-PLS fylgir þeim fast á eftir og eru í 3. sæti með 165 stig og einnig leik til góða. Í 4. sæti koma síðan ÍR-A með 154 stig og ÍR-KLS og KR-B sem koma í næstu sætum þar á eftir með 140 stig eygja enn von um að ná inn í úrslitakeppnina. Í fallbaráttunni eru síðan KFR-Þrestir í 9. sæti með 67 stig, en reyndar leik til góða og ÍR-P með 53 stig. Sjá nánar