Deildarbikar liða 4. umferð

Facebook
Twitter

Fjórða umferð af sex í Deildarbikar liða fór fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 20. febrúar. Fimmta umferð Deildarbikarsins fer fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 20. mars n.k. Sjá nánar

Staðan er þannig í A-riðli að ÍR-PLS hefur tekið örugga forystu með 30 stig og 199,63 að meðaltali, ÍR-A er í 2. sæti með 22 stig og 190,25 í meðaltal, en „stelpurnar“ í ÍR-TT koma síðan í 3. sæti með 12 stig og 181,5 í meðaltal. Í B-riðli er keppnin jafnari, en ÍR-KLS er í efsta sæti með 24 stig hæsta meðaltalið 204,47, KR-B er í 2. sæti með 22 stig og 195,84 að meðaltali og ÍR-L kemur síðan í 3. sæti með 16 stig og 182 í meðaltal.

Nýjustu fréttirnar