Íslandsmót einstaklinga – Forkeppni

Facebook
Twitter

Nú hafa 12 keppendur lokið forkeppni í Íslandsmóti einstaklinga. Sigfríður Sigurðardóttir KFR jók forystuna í kvennaflokki þegar hún spilaði 1.255 í seinni 6 leikjunum í dag og er nú með samtals 2.450, eða 204,17 að meðaltali í leik. Guðný Gunnarsdóttir ÍR spilaði 1.151 í seinni 6 leikjum dagsins og er í 2. sæti með samtals 2.179 eða 181,58 að meðaltali. Sigurlaug Jakobsdóttir er í 3. sæti með 1.998 eða 166,5 að meðaltali í leik.

Atli Þór Kárason ÍR spilaði best í karlaflokki í seinni 6 leikjum dagsins, eða 1.256 og er nú kominn í 1. sætið með samtals 2.477 eða 206,42 að meðaltali í leik. Davíð Löve KR er í 2. sæti með 2.444 eða 203,67 að meðaltali og Jón Kristinn Sigurðsson ÍR er í 3. sæti 2.347 eða 195,58 að meðaltali í leik.

Nýjustu fréttirnar