Arnar endaði í 9. sæti

Facebook
Twitter

Arnar Sæbergsson byrjaði með látum í morgun á Ebonite International Luxembourg Open og var í 2. sæti að loknum 6 leikum í fyrstu umferð úrslitanna með 1.393 pinna eða 232,17 að meðaltali í leik. Þá var Austurríkismaðurinn Michael Loos efstur með 1.415. Í annarri umferð úrslitanna gekk ekki eins vel hjá Arnari, serían 559 í 3 leikjum, og fór því svo að hann endaði í 9. sæti aðeins 4 pinnum frá því að komast áfram í þriðju umferð. Engu að síður frábær árangur hjá Arnari.

Sigurvegari á mótinu var Paul Moor Englandi  sem sigraði Osku Palermaa Finnlandi í úrslitaleiknum, í 3. sæti varð Alix Yoan. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar