Arnar Sæbergsson tryggði sér í dag sæti í 34. manna úrslitum á Ebonite International Luxembourg Open 2007 þegar hann spilaði 1.306 eða 217,67 að meðaltali í leik og er nú í 14. sæti, 46 pinnum fyrir ofan niðurskurð sem er við 1.260.Árni Geir Ómarsson endaði í 71. sæti með 1.202 í hæstu seríu, eða 200,33 að meðaltali í leik og Stefán Claessen spilaði í dag 1.191 seríu, eða 198,5 að meðaltali í leik sem kom honum í 83. sæti. Úrslitin byrja á morgun sunnudag 25. febrúar kl. 8:30 að staðartíma.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu