Tilkynnt hefur verið að QubicaAMF World Cup 2007 verður haldið í keilusalnum Continent Bowling Center í borginni St. Petersburg í Rússlandi dagana 3. til 11. nóvember 2007. Stefnt er að því að halda forkeppnina hér heima, eða svokallað Freyjumót, í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð dagana 19. – 22. apríl 2007. QubicaAMF World Cup er stærsta áhugamannamót í keilu sem haldið er árlega hvað varðar fjölda þátttökulanda keppenda. Mótið var fyrst haldið í Dublin á Írlandi 1965 og var á síðasta ári haldið í Caracas í Venezuela, þar sem Steinþór G. Jóhannsson keppti fyrir Íslands hönd.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu