Karen Rut Sigurðardóttir ÍR og Jón Ingi Ragnarsson KFR sigruðu tvöfalt á Íslandsmóti unglinga er þau tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í Opnum flokki, auk þess sem þau sigruðu í 1. flokki. Í 2. sæti í Opna flokknum voru Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Andri Már Ólafsson úr KFR og í 3. sæti voru þau Ástrós Pétursdóttir og Hafliði Örn Ólafsson úr ÍR.
Í dag réðust einnig úrslit í fjórum flokkum:
Í 2. flokki pilta varð Íslandsmeistari Hafliði Örn Ólafsson ÍR, í 2. sæti varð Páll Óli Knútsson KFR og í 3. sæti varð Skúli Freyr Sigurðarson KFA.
Í 3. flokki pilta varð Íslandsmeistari Arnar Davíð Jónsson ÍR, í 2. sæti varð Einar Sigurður Sigurðsson ÍR og í 3. sæti Sindri Már Magnússon ÍR.
Í 3. flokki stúlkna varð Íslandsmeistari Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA og Hjördís Helga Árnadóttir KFA varð í 2. sæti
Í 4. flokki pilta varð Guðmundur Gestur Garðarson KFA Íslandsmeistari og Bjarki Steinn Björnsson KR varð í 2.sæti.
Sjá úrslit og heildarskor úr mótinu
Arnar Davíð Jónsson ÍR, sem spilaði í 3. flokki pilta sýndi afburðaspilamennsku í dag, þegar hann spilaði 530 seríu í fyrstu þremur leikjum leikjum dagsins, eða 211, 167 og 152. Hann bætti síðan um betur í úrslitaleikjunum þegar hann spilaði 237 og 216 eða 453 í tveimur leikjum. Arnar Davíð er nýbyrjaður að æfa aftur eftir nokkuð hlé og greinilegt að hann hefur engu gleymt og þar er mikið efni á ferð. Hann hefur reyndar ekki langt að sækja hæfileikana, en hann er sonur þeirra Jóns Helga Bragasonar úr KFR-Lærlingum og Tabithu Snyder sem spilaði í kvennadeildinni á árum áður.
Í úrslitunum í 3. flokki pilta sigraði Einar Sigurður, Sindra Má með 133 gegn 103 og Einar Sigurður mætti síðan Arnari Davíð og spilaði 125 og 156 gegn stórleikjum Arnars Davíðs sem voru 237 og 216.
Í úrslitum í 2. flokki pilta sigraði Páll Óli, Skúla Frey með 194 gegn 131, en varð síðan að játa sig sigraðan gegn Hafliða Erni með 152 og 161 gegn tveimur 182 leikjum Hafliða.
Í úrslitaleiknum í Opna flokknum sigraði Karen Rut stöllu sína Mögnu Ýr, með 191 og 172, gegn 180 og 164. Magna Ýr vann Ástrósu með 176 gegn 156. Jón Ingi sigraði Andra Má með 232 og 190 og Andri Már vann Hafliða Örn með stórleik 243 gegn 155.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Opinn flokkur stúlkna Íslandsmeistari Karen Rut Sigurðardóttir ÍR, 2. sæti Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR, 3. sæti Ástrós Pétursdóttir ÍR.
Opinn flokkur pilta Íslandsmeistari Jón Ingi Ragnarsson KFR, 2. sæti Andri Már Ólafsson KFR, 3. sæti Hafliði Örn Ólafsson ÍR.
1. flokkur stúlkna Íslandsmeistari Karen Rut Sigurðardóttir ÍR, 2. sæti Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR , 3. sæti Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR.
1. flokkur pilta Íslandsmeistari Jón Ingi Ragnarsson KFR, 2. sæti Andri Már Ólafsson KFR, 3. sæti Bjarni Páll Jakobsson KFR.
2. flokkur stúlkna Íslandsmeistari Ástrós Pétursdóttir ÍR, 2. sæti Bylgja Ösp Pedersen KFA.
2. flokkur pilta Íslandsmeistari Hafliði Örn Ólafsson ÍR, 2. sæti Páll Óli Knútsson KFR, 3. sæti Skúli Freyr Sigurðarson KFA.
3. flokkur pilta Íslandsmeistari Arnar Davíð Jónsson ÍR, 2. sæti Einar Sigurður Sigurðsson ÍR, 3. sæti Sindri Már Magnússon ÍR.
3. flokkur stúlkna Íslandsmeistari Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA, 2. sæti Hjördís Helga Árnadóttir KFA.
4. flokkur pilta Íslandsmeistari Guðmundur Gestur Garðarson KFA, 2. sæti Bjarki Steinn Björnsson KR.