Evrópuleikar fyrirtækja 2007

Facebook
Twitter

Það voru Landsbankinn og Pósturinn sem kepptu um þátttökuréttinn á Evrópuleikum fyrirtækja, European Company Sports Games, sem verða haldnir í Álaborg í Danmörku, dagana 27. júní til 1. júlí 2007. Lauk æsispennandi viðureigninni með naumum sigri Póstsins með 2.148 pinnum gegn 2.122 hjá Landsbankanum. Lið Póstsins sem verður fulltrúi Íslands á Evrópuleikjum fyrirtækja skipuðu þeir Jón Einar Halldórsson 584, Hannes Jón Hannesson 518, Reynir Þorsteinsson 458 og Ásgeir Símon Halldórsson 588. Í liði  Landsbankans voru Bára Ágústsdóttir 485, Jafet Óskarsson 486, Þórarinn Már Þorbjörnsson 562, Stefán Þór Jónsson 589 og Halldóra Í. Ingvarsdóttir.

Nýjustu fréttirnar