Það voru Landsbankinn og Pósturinn sem kepptu um þátttökuréttinn á Evrópuleikum fyrirtækja, European Company Sports Games, sem verða haldnir í Álaborg í Danmörku, dagana 27. júní til 1. júlí 2007. Lauk æsispennandi viðureigninni með naumum sigri Póstsins með 2.148 pinnum gegn 2.122 hjá Landsbankanum. Lið Póstsins sem verður fulltrúi Íslands á Evrópuleikjum fyrirtækja skipuðu þeir Jón Einar Halldórsson 584, Hannes Jón Hannesson 518, Reynir Þorsteinsson 458 og Ásgeir Símon Halldórsson 588. Í liði Landsbankans voru Bára Ágústsdóttir 485, Jafet Óskarsson 486, Þórarinn Már Þorbjörnsson 562, Stefán Þór Jónsson 589 og Halldóra Í. Ingvarsdóttir.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu