Í næstu viku, 18. – 24. febrúar, verður eingöngu keppt í 1. deild kvenna, en tekið hlé á keppni í karladeildum. Er þetta gert þar sem spilaðar eru 21. umferð í kvennadeildinni, en 18. umferðir í karladeildunum.
Á á Akranesi mætast KFA-ÍA og ÍR-KK á sunnudag 18. febrúar kl. 13:00, og á mánudag 19. febrúar kl. 19:00 mætast í Keiluhöllinni ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar, KFR-Valkyrjur og KFR-Skutlurnar, en lið ÍR-BK situr hjá í þessari umferð. Sjá stöðuna í deildinni
Fjórða umferð í Deildarbikar liða fer fram í Keiluhöllinni þriðjudaginn 20. febrúar kl. 19:00. Sjá nánar leiki umferðarinnar og stöðuna í deildinni
Þriðja umferð Félagakeppni KLÍ fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmtudaginn 22. febrúar kl. 18:30. Sjá nánar stöðuna í keppninni