Íslandsmót unglinga 2007

Facebook
Twitter

Í dag var þriðji keppnisdagurinn í Íslandsmóti unglinga. Jón Ingi Ragnarsson KFR spilaði best allra í dag 1.319, Andri Már Ólafsson KFR spilaði 1.260,  Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR spilaði 1.174 og var aðeins einum pinna frá vikugömlu Íslandsmeti Karenar Rutar Sigurðardóttir ÍR, sem í dag spilaði 1.128.

Í dag réðust úrslit í þremur flokkum:
Í 1. flokki pilta varð Íslandsmeistari Jón Ingi Ragnarsson KFR, í 2. sæti varð Andri Már Ólafsson KFR og í 3. sæti varð Bjarni Páll Jakobsson KFR.
Í 1. flokki stúlkna varð Íslandsmeistari Karen Rut Sigurðardóttir ÍR, í 2. sæti varð Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR og Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR varð í 3. sæti.
Í 2. flokki stúlkna varð Íslandsmeistari Ástrós Pétursdóttir ÍR og í 2. sæti Bylgja Ösp Pedersen KFA.

Á morgun sunnudag 18. febrúar kl. 9:00 spila keppendur í 3. og 4. flokki 3 leiki. Síðan fara fram úrslit í 2. og 3. flokki pilta og hefjast þau um kl. 10:30, en ekki eru spiluðu úrslit í öðrum flokkum vegna lítillar þátttöku. Að því loknu verður spilað til úrslita í Opnum flokki pilta og stúlkna, en þar keppa þeir þrír piltar og þrjár stúlkur sem efst eru að meðaltali, óháð flokki. Hvetjum við alla til að mæta á staðinn og fylgjast með spennandi keppni.

Þeir keppendur sem spila til úrslita í 2. flokki pilta eru: Hafliði Örn Ólafsson ÍR, Skúli Freyr Sigurðarson KFA og Páll Óli Knútsson KFR.

Staðan í öðrum flokkum er þannig: 
Í 3. flokki pilta: Arnar Davíð Jónsson ÍR, Einar Sigurður Sigurðsson ÍR og Kristófer Arnar Júlíusson KFA
Í 3. flokki stúlkna: Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA og Hjördís Helga Árnadóttir KFA.
Í 4. flokki pilta: Guðmundur Gestur Garðarson KFA og Bjarki Steinn Björnsson KR.

Þeir keppendur sem spila til úrslita í Opnum flokki eru í piltaflokki: Jón Ingi Ragnarsson KFR 203,7, Andri Már Ólafsson KFR 190,4 og Hafliði Örn Ólafsson ÍR 187,9, og í stúlknaflokki: Karen Rut Sigurðardóttir ÍR 190,2, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR 187,9 og Ástrós Pétursdóttir ÍR 154,7.
 
Að loknum úrslitum verður síðan verðlaunaafhending í öllum flokkum og má gera ráð fyrir að húnverði um kl. 11.30

Nýjustu fréttirnar