Í 12. umferð 1. deildar karla sem fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 13. febrúar voru sannkallaðir stórleikir. KR-A vann ÍR-A 15 – 5 með 2.546 stigum á móti 2.367. Leikir liðsins voru 884, 774 og 888 þar sem Andrés Páll Júlíusson spilaði 701 og hæsta leik 267, Magnús Magnússon 646, Björn G. Sigurðsson 603 og Björn Birgisson 596.
Hjá ÍR-A spilaði Atli Þór Kárson 631, Stefán Þór Jónsson 629 og Matthías Helgi Júlíusson 618. KR-B sigraði ÍR-L 14,5 – 5,5 með 2.300 á móti 2.212 þar sem gamla „ljónið“ Davíð Löve spilaði 622. ÍR-PLS sigraði ÍR-P örugglega 20 – 0 með 2.296 á móti 1.670 þar sem Halldór Ragnar Halldórsson var eini spilarinn sem náði 600 seríu eða 624. KFR-Lærlingar áttu heldur í litlum vandræðum með félaga sína í KFR-Stormsveitinni og unnu þá viðureign 17,5 – 2,5 með 2.455 gegn 2.173. Hafþór Harðarson 687, Freyr Bragason 636 og Jón Ingi Ragnarsson 615 spiluðu best á settinu.
Leik ÍR-KLS og KFR-Þrasta var frestað að beiðni Þrastanna og stefnt er að því að viðureignin fari fram á mánudag 19. febrúar.
Staðan er nú þannig í 1. deild karla að KFR-Lærlingar eru komnir með nokkuð örugga forystu með 186 stig í efsta sætinu. KR-A er í 2. sæti 0,5 stigum hærri en ÍR-PLS sem eru í 3. sæti með 165 stig. ÍR-A kemur síðan í 4. sæti með 140,5 stig og KR-B í 5. sæti með 133,5. Síðan koma ÍR-KLS með 115,5 stig og leik til góða. Í 6. sæti er KFR-Stormsveitin með 90 stig, ÍR-L er í 7. sæti með 82 stig og í neðstu sætunum eru síðan KFR-Þrestir með 58 stig og leik til góða og restina rekur ÍR-P með 44 stig.
Í næstu umferð, 13. umferð sem fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 27. febrúar kl. 19:00, mætast toppliðin KFR-Lærlingar og ÍR-PLS, KFR-Stormsveitin og ÍR-KLS, KR-A og KFR-Þröstur, ÍR-L og ÍR-P, KR-B og ÍR-A.