Evrópuleikar fyrirtækja, European Company Sports Games, verða haldnir í Álaborg í Danmörku, dagana 27. júní til 1. júlí 2007 og getur Ísland nú í fyrsta skipti tekið þátt í þessari keppni. KLÍ heldur nú forkeppni fyrir Evrópuleikana og þurfa sigurvegarar í forkeppni að skuldbinda sig til þátttöku á Evrópuleikunum. Forkeppnin verður haldin laugardaginn 17. febrúar 2007 kl. 12.00, og síðar ef mikil þátttaka verður.
Leikið er í 4ra manna liðum sem mega vera blönduð og fá konur 5 pinna í forgjöf pr leik. Leiknir verða 3 leikir og ræður heildarskor röð liða. Verð í forkeppnina er kr. 5.000,- Skráning fer fram á netfanginu skraning (hjá) kli.is og lýkur fimmtudaginn 15. febrúar kl. 22.00. Sjá nánar í auglýsingu
Nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag er hægt að nálgast hjá Valgeiri Guðbjartssyni formanni KLÍ, valgeir (hjá) kli.is eða í síma 825-4600.