Íslandsmót einstaklinga 2007

Facebook
Twitter

Íslandsmót einstaklinga  verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð dagana 24. febrúar – 6. mars 2007.

 

Spilaðir eru 12 leikir í forkeppninni í tveimur 6 leikja blokkum. Keppendur velja sér hvort þeir spila í forkeppninni helgina 24. – 25. febrúar eða 3. – 4. mars, en spilað verður kl. 9:00 bæði laugardag og sunnudag. 16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar komast áfram í milliriðil þar sem spilaðir eru 6 leikir, mánudaginn 5. mars kl. 19:00. Efstu 8 karlarnir og  6 konurnar halda áfram í undanúrslit sem eru allir á móti öllum einföld umferð, 7 leikir hjá körlunum og 5 leikir hjá konunum sem spilaðir verða þriðjudaginn 6. mars kl. 19:00. Tveir efstu karlarnir og tvær efstu konurnar spila að lokum til úrslita, þar sem keppandi í efsta sæti þarf að vinna 2 leiki en keppandi í 2. sæti þarf að vinna 3 leiki. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga.

Skráning fer fram á netfanginu skraning (hjá) kli.is og lýkur þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 22.:00. Boðið verður upp á æfingatíma í þeim olíuburði sem notaður verður í mótinu og verður æfingatíminn og olíuburðurinn auglýstur síðar.

Nýjustu fréttirnar