Laufey Sigurðardóttir og Árni Geir Ómarsson eru Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2007, en þau koma bæði úr ÍR. Sigruðu þau Guðnýju Gunnarsdóttur ÍR og Andrés Pál Júlíusson KR í úrslitaleikjunum. Í 3. sæti voru Helga Sigurðardóttir KFR og Halldór Ragnar Halldórsson ÍR.
Laufey Sigurðardóttir og Árni Geir Ómarsson eru Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2007, en þau koma bæði úr ÍR.
Í undanúrslitunum hélt Guðný Gunnarsdóttir ÍR áfram yfirburðaspilamennsku í kvennaflokki þegar hún spilaði 1.005 í 5 leikjum eða 201 að meðaltali í leik án forgjafar. Það var því einungis spurning hvaða keppandi mætti henni í úrslitunum og réðst það ekki fyrr en í síðasta leik þar sem Laufey Sigurðardóttir ÍR náði 2. sætinu og endaði 5 pinnum hærri en Helga Sigurðardóttir KFR sem varð í 3. sæti. Í úrslitunum var það síðan Laufey sem bar sigur úr býtum og sigraði Guðnýju 3-1. Leikir Laufeyjar í úrslitunum voru 217, 229, 170 og 210, en leikir Guðnýjar 191, 222, 192 og 165 með forgjöf.
Í karlaflokki voru miklar sviptingar á toppnum í undanúrslitunum. Andrés Páll Júlíusson KR, sem kom inn í undanúrslitin í 8 sæti, vann sig upp í efsta sætið með frábærri spilamennsku, þegar hann spilaði 1. 612 eða 230,3 að meðaltali í 7 leikjum án forgjafar. Árni Geir Ómarsson ÍR náði að spila sig upp í 2. sætið, en Halldór Ragnar Halldórsson ÍR varð í 3. sæti. Það var því Árni Geir sem mætti Andrési í úrslitunum og vann nokkuð örugglega 3-0. Leikir Árnar Geirs í úrslitunum voru 285, 214 og 204, en leikir Andrésar 233, 148 og 156 með forgjöf.
Keilusambandið færir Atlantsolíu kærar þakkir, en Atlantsolía gaf verðlaun í mótinu.