Forkeppni lokið

Facebook
Twitter

Í morgun hélt keppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf áfram, þegar seinni ráshópur lék.  Í kvennaflokki lék Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Ragna Matthíasdóttir úr KFR, best allra, 862, og er í öðru sæti á eftir Guðnýju Gunnarsdóttur sem er með 866.  Næst á eftir þeim er Bára Ágústsdóttir úr KFR.  Það eru 12 konur sem halda áfram í milliriðil, en barátta var um 12. sætið, og var Herdís Gunnarsdóttir úr ÍR aðeins einum pinna á eftir Margréti Björgu Jónsdóttur úr KFA, sem er nú í 12. sæti með 756.

Nýjustu fréttirnar