Stjórn KFR hefur ákveðið að færa 3. og 4. umferð í Hjóna- og Paramóti KFR aftur um einn sunnudag bæði í febrúar og mars. 3. umferð fer því fram sunnudaginn 11. febrúar og 4. umferð sunnudaginn 11. mars. Þessi breyting er gerð vegna Íslandsmóts einstaklinga með og án forgjafar.
