Allt stefnir í ágæta þátttöku er í Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf sem fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð dagana 3. – 6. febrúar n.k., en alls eru nú skráðir 42 keppendur í mótið.
Keppnisfyrirkomulag mótsins er þannig að spilaðir eru 4 leikir í forkeppni laugardaginn 3. eða sunnudaginn 4. febrúar kl. 9:00. 16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar komast áfram í milliriðil mánudaginn 5. febrúar kl. 19:00, þar sem spilaðir verða 4 leikir. 8 efstu karlarnir og 6 efstu konurnar komast áfram í undanúrslit sem spiluð verða þriðjudaginn 6. febrúar kl. 19:00. Undanúrslitin eru spiluð allir á móti öllum einföld umferð, 7 leikir hjá körlunum og 5 leikir hjá konunum. Tveir efstu karlarnir og tvær efstu konurnar spila að lokum til úrslita, þar sem keppandi í efsta sæti þarf að vinna 2 leiki en keppandi í 2. sæti þarf að vinna 3 leiki.
Forgjöf í mótinu er 80% af mismun af meðaltali og 200 og verður miðað við nýtt meðaltal sem gefið verður út m.v. 31. janúar. Sjá nánar