Í vikunni fer fram 12. umferð í 1. deild kvenna og 11. umferðin í 1. og 2. deild karla.
Sunnudaginn 28. janúar mættust á Akranesi KFA-ÍA og KFR-Skutlurnar og á mánudag 29. janúar mættust í Keiluhöllinni ÍR-TT og ÍR-BK, KFR-Afturgöngurnar og ÍR-KK, en toppliðið KFR-Valkyrjur sat hjá.
Allir leikir í 11. umferðinni í 2. deild karla fóru fram í Keiluhöllinni mánudaginn 29. janúar. Þar mættust KFK-Keila.is og ÍR-NAS, ÍR-Línur og ÍR-T, KR-C og toppliðið KFA-ÍA-A, KFR-JP-kast og KFA-ÍA-B. KFK-Keiluvinir sátu hjá í þessari umferð.
Í 1. deild karla mættust í 11. umferð í Keiluhöllinni þriðjudag 30. janúar, KFR-Þröstur og KR-B, ÍR-A og ÍR-P, ÍR-L og toppliðið KFR-Lærlingar, KFR-Stormsveitin og KR-A, ÍR-PLS og ÍR-KLS.