Íslandsmót liða 2006 – 2007

Facebook
Twitter

Í vikunni hófst aftur keppni á Íslandsmóti liða þegar fram fóru leikir í 11. umferð í 1. deild kvenna, og 10. umferð í 1. og 2. deild karla.

Staðan er þannig í 1. deild kvenna að KFR-Valkyrjur eru með 162 stig að loknum 10 leikjum, ÍR-TT er í 2. sæti með 140 stig að loknum 9 leikjum og KFR-Afturgöngurnar eru í 3. sæti með 136 að loknum 9 leikjum.

Í 1. deild karla hafa KFR-Lærlingar aukið forystuna og eru með 150,5 stig, ÍR-PLS er í 2. sæti með 138 stig og KR-A er í 3. sæti með 135,5 stig.

Í 2. deild karla er KFA-ÍA í efsta sæti með 139 stig, KFK-Keiluvinir eru í 2. sæti með 134 stig og KFR-JP-kast er í 3. sæti með 122 stig.

Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar