Sigfríður Sigurðardóttir og Freyr Bragason úr KFR eru keilarar ársins 2006. Er þetta þriðja árið í röð sem Sigfríður hlýtur þessa viðurkenningu, en Freyr var áður valinn keilari ársins 1999.
Sigfríður varð Íslandsmeistari einstaklinga og para 2006 og einnig varð lið hennar KFR-Valkyrjur deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar liða. Freyr varð Íslandsmeistari einstaklinga 2006, auk þess sem hann varð bikarmeistari með liði sínu KFR-Lærlingum. Sem Íslandsmeistarar tóku Sigfríður og Freyr þátt í Evrópubikarkeppni einstaklinga á árinu og náðu þar ágætis árangri. Bæði hafa þau verið í fremstu röð keilara á Íslandi undanfarin ár og verið fyrirmynd ungra og upprennandi keilara.