Íþróttamenn og íþróttakonur ársins 2006

Facebook
Twitter

Í kvöld fer fram sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna þar sem tilkynnt verður um Íþróttamenn og Íþróttakonur ársins 2006. Þar á meðal verður tilkynnt val á keilurum ársins. Hófið fer fram á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 18:20. Bein útsending frá atburðinum hefst á RÚV og Sýn kl. 20:00.

Dagskrá hófsins samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta, beinni útsendingu Íþróttadeildar Sýnar af staðnum og sameiginlegri útsendingu Sjónvarpsins og Sýnar þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2006 verður lýst.  

Í kvöld verður nýr verðlaunagripur afhentur í fyrsta sinn til Íþróttamanns ársins 2006. ÍSÍ lét hanna og útbúa verðlaunagripinn til minningar um látna íþróttamenn og íþróttaforystumenn en Íþróttamaður ársins mun einnig fá afhentan eignarbikar sem vísar til verðlaunagripsins. Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ

Nýjustu fréttirnar