Forkeppni í Sjóvá mótinu, bikarkeppni einstaklinga hélt áfram um síðustu helgi og hafa nú 57 keppendur tekið þátt í mótinu, 39 karlar og 18 konur. Vegna fjölda áskorana hefur verið bætt við riðlum laugardaginn 6. janúar kl. 9:00, 10:00 og 11:00. Skráning er á netfangið [email protected] . Hafþór Harðarson KFR er með forystu í karlaflokki með 697 seríu, Róbert Dan Sigurðsson ÍR kemur á hæla honum með 695 og Bragi Már Bragson KR er þriðji með 694. Í kvennaflokki á Sigfríður Sigurðardóttir KFR langhæstu seríuna eða 666, Ágústa Þorsteinsdóttir KFR kemur næst með 567 og Sigríður Klemensdóttir ÍR er þriðja með 561. Sjá nánar stöðuna í mótinu
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu