Evrópumót unglinga 2007

Facebook
Twitter

Valinn hefur verið hópur unglinga til keppni fyrir Íslands hönd á Evrópumót unglinga, EYC 2007, sem haldið verður í borginni Þessalóníku í Grikklandi um páskana, eða nánar tiltekið dagana 6. – 15. apríl 2007. Þátttökurétt á mótinu hafa unglingar fæddir eftir 31. ágúst 1988.

Í piltalandsliðinu eru: Bjarni Páll Jakobsson KFR, Andri Már Ólafsson KFR, Hafliði Örn Ólafsson ÍR, Jón Ingi Ragnarsson KFR, Jón Kristinn Sigurðsson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson KFA. Stúlkurnar eru: Ástrós Pétursdóttir ÍR, Karen Rut Sigurðardóttir ÍR og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR. Fararstjórar verða Theódóra Ólafsdóttir og Hafþór Harðarson.

Landsliðsnefnd KLÍ, sem skipuð er þeim Braga Má Bragasyni formanni, Theódóru Ólafsdóttur og Þórhalli Hálfdánarsyni, vinnur nú að skipulagningu undirbúnings vegna keppninnar og hefur fengið ráðgjöf frá Kristni Reimarssyni sem nýverið lét af störfum sem sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ.

Nýjustu fréttirnar