Jólamót Nettó 2006

Facebook
Twitter

Fyrri keppnisdegi í Jólamóti Nettó lauk í dag, en mótinu lýkur á morgun, sunnudaginn 10. desember. Ennþá eru laus nokkur pláss í fyrri riðilinn kl. 9:00, en fullt er kl. 10:30. Sjá nánar í auglýsingu

Staðan að loknum fyrri keppnisdegi er þannig að Róbert Dan Sigurðsson ÍR er efstur í * flokki með 649, Andrés Páll Júlíusson KR er í 2. sæti með 629 og Sigfríður Sigurðardóttir KFR er í 3. sæti með 600 sléttar. Í A flokki er Sigurvin Hreinsson ÍR efstur með 619, Eiríkur Arnar Björgvinsson ÍR er í 2. sæti með 596 og Bragi Már Bragason KR er í 3. sæti með 591. Í B flokki er Sigurður Þorsteinsson KFA efstur með 601, Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR er í 2. sæti með 539 og Sigríður Klemensdóttir ÍR er í 3. sæti með 531. Karen Rut Sigurðardóttir ÍR er efst í B flokki með 544, Haukur E. Benediktsson ÍR er í 2. sæti með 498 og Anna Soffía Guðmundsdóttir KFR er í 3. sæti með 488. Í C flokki er Magnús Geir Jensson ÍR efstur með 470, Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson ÍR er í 2. sæti með 443 og Helgi Sigurgeirsson KFK er í 3. sæti með 430. Sjá nánar

Nýjustu fréttirnar