Fyrsta Íslandsmót ársins 2007 er að vanda Íslandsmót para, en það verður haldið dagana 8. og 9. janúar 2007 í Keiluhöllinni. Spilaðir eru 6 leikir í forkeppni og komast 8 efstu pörin áfram í milliriðil. Þar eru leiknir aðrir 6 leikir, og leika tvö efstu pörin að því loknu til úrslita.
