Íslandsmót liða 2006 – 2007

Facebook
Twitter

Í vikunni fer fram 9. umferð í öllum deildum í Íslandsmóti liða og þá er komið að jólafríum nema í 1. deild kvenna, en 10. umferð 1. deildar kvenna fer fram mánudaginn 11. desember. Þar mætast KFR-Skutlurnar og KFR-Afturgöngurnar, ÍR-KK og ÍR-BK og einnig toppliðin KFR-Valkyrjur og ÍR-TT, en þau lið berjast nú um efsta sæti deildarinnar. En kvennalið KFA-ÍA situr hjá í þessari umferð og eru Skagakonur því komnar í jólafrí. Fyrsta umferðin eftir áramót í 1. deild kvenna verður síðan spiluð mánudaginn 15. janúar. Meira http://www.kli.is/deildir/stadan/20071KV

Í 2. deild karla náði KFA-ÍA toppnum og hafa nú 120 stig, KFK-Keiluvinir eru í 2. sæti með 116 stig og KR-C er í 3. sæti með 111 stig. Næsta umferð í 2. deild karla, sem er 10. umferð fer fram sunnudaginn 14. og mánudaginn 15. janúar 2007. Meira http://www.kli.is/deildir/stadan/20072DK

Í gærkvöldi fór fram leikur toppliðanna KFR-Lærlinga og KR-A og lauk viðureigninni með 16 – 4 fyrir KFR-Lærlinga sem auka forystuna og eru komnir með 137 stig en KR-A er í 2. sæti með 125 stig. Viðureignir kvöldsins eru ÍR-KLS og ÍR-A, KR-B og ÍR-P, KFR-Þröstur og ÍR-PLS, ÍR-L og KFR-Stormsveitin. Næsta umferð í 1. deild karla, eða 10. umferð fer fram þriðjudaginn 16. janúar 2007. Meira http://www.kli.is/deildir/stadan/20071DK

Nýjustu fréttirnar