Helgina 9. – 10. desember mun hið árlega Jólamót Nettó fara fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Keppt verður í tveimur riðlum bæði laugardag og sunnudag kl. 9:00 og 10:30. Hámarksfjöldi keppenda er 28 manns í hverjum riðli og fer skráning fram hjá Reyni Þorsteinssyni formanni ÍR í síma 825-1213 eða á netfangið [email protected] . Að vanda verða glæsileg verðlaun og happdrætti á staðnum. Sjá nánar í auglýsingu
