Meistaramót ÍR 2006

Facebook
Twitter

Meistaramót ÍR var haldið sunnudaginn 19. nóvember og mættu 23 keppendur til keppni þrátt fyrir erfiða færð. Spilaðir voru 3 leikir í forkeppni og síðan úrslit 4 efstu keppenda með og án forgjafar. Sigurvegari án forgjafar var Halldór Ragnar Halldórsson, í 2. sæti var Hafliði Örn Ólafsson og í 3. sæti varð Arnar Ólafsson. Sigurvegari með forgjöf var Unnar Þór Lárusson, í 2. sæti var Bergþóra Rós Ólafsdóttir og í 3. sæti varð síðan Ástrós Pétursdóttir. Sjá nánar um skor og úrslit mótsins.

Nýjustu fréttirnar