Evrópusambandið hefur uppfært lista yfir samþykkt mót og mót á Evrópsku mótaröðinni á heimasíðu sinni, sjá undir Tournaments. Þar er m.a. að finna upplýsingar um mótin s.s. tímasetningar, staðsetningar, ásamt tengingum við heimasíður mótanna þegar þær eru til staðar. Upplýsingar um mót á vegum Evrópu- og heimssambandsins er síðan að finna undir Championships. Á dagskránni á næsta ári eru m.a. Evrópumót unglinga í Thessaloniki í Grikklandi 6. – 15. apríl 2007, Evrópumót karla í Vín í Austurríki 30. júní – 10. júlí 2007 og Heimsmeistaramót kvenna í Monterrey í Mexíkó 30. ágúst – 9. september 2007. Sjá dagskrá móta
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu