Íslandsmót liða 2006 – 2007

Facebook
Twitter

7. umferðin í Íslandsmóti liða fór fram í vikunni og er nú hörkuspennandi keppni í öllum deildum. Í 1. deild kvenna leiðir ÍR-TT með 100 stig, 4 stigum ofar en KFR-Valkyrjur í 2. sæti og 18,5 stigum hærri en KFR-Afturgöngurnar í 3. sæti. Í 1. deild karla heldur KR-A forystunni með 104,5 stig, KFR-Lærlingar eru í 2. sæti með 101 stig, ÍR-PLS er í 3. sæti með 86 stig og ÍR-KLS í 4. sæti með 83 stig. Í 2. deild karla er baráttan á toppnum æsispennandi KFR-JP-kast er á toppnum með 88 stig, næstir koma KR-C einnig með 88 stig og KFK-Keiluvinir eru síðan í 3. sæti með 83 stig. Sjá nánar um úrslit leikja og stöðuna

8. umferð hefst í Keilusalnum á Akranesi á sunnudaginn með leik KFA-ÍA-B og KFK-Keiluvina kl. 13:00 og KFR-ÍA og ÍR-TT kl. 16:00.

Nýjustu fréttirnar