6. umferð 1. deildar karla fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð þriðjudaginn 14. nóvember. Staðan að lokinni umferðinni er sú að KR-A heldur efsta sæti deildarinnar og er nú með 86,5 stig, KFR-Lærlingar eru í 2. sæti með 83 stig, ÍR-KLS er í 3. sæti með 78 stig og ÍR-PLS er í 4. sæti með 71 stig. Róbert Dan Sigurðsson ÍR-PLS spilaði best allra keppenda kvöldsins og á nú hæstu seríu vetrarins 713, en Ágúst Haraldsson úr KFR-Stormsveitinni mætti einnig með látum og spilaði 689 í sinni fyrstu keppni í vetur. Sjá nánar um úrslit leikja og stöðuna í deildinni. Í 7. umferð mætast KFR-Stormsveitin og ÍR-PLS, KFR-Lærlingar og KFR-Þröstur, KR-A og ÍR-P, ÍR-A og ÍR-L og KR-B og ÍR-KLS.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu